4 KLUKKUSTUNDA KYNNING

Stutt kynning fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast aðeins Eden Alternative.

Hentar vel fyrir ýmsa hópa, samtök og skipuleggjendur málefna aldraðra.

eden mynd 5.jpeg

3JA DAGA GRUNNNÁMSKEIÐ

3ja daga grunnnámskeið í Eden fræðunum er mikilvægt fyrir þá sem vilja tileinka sér að starfa í anda Eden Alternative hugmyndafræðinnar. Þar sem viðhorf og þekking stjórnenda er lykilatriði við innleiðingarferlið en námskeiðið er ekki síður fyrir alla þá sem koma að umönnun aldraða, sama á hvern hátt það er.

Þetta námskeið er grunnurinn þar sem hugmyndafræðin er kynnt nánar og farið í gegnum grunnreglurnar 10 sem fræðin byggja á. Á námskeiðinu er sáð frjókornum hjá þátttakendum og er kveikjan að starfi í anda Eden.

Námskeiðsþátttakendur fá alþjóðlegt viðurkenningarskírteini í lok námskeiðs.

RÁÐGJÖF

Hægt er að hafa samband og leita eftir ráðgjöf í tengslum við Eden Alternative og málefni aldraðra.

​​​Eden Alternative eru alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að breyta viðhorfi og menningu í tengslum við umönnun aldraðra. Að hverfa frá stofnanavæddri menningu til eflandi og hvetjandi menningar sem er hlýlegri og mannúðlegri. Eden Alternative hugmyndafræðin er áhrifarík til að efla sjálfræði og lífsgæði aldraðra sem og þeirra sem koma að umönnun aldraðra.

Líf sem er þess virði að lifa!

Hægt er að sækja námskeið og ráðgjöf hjá Eden Alternative á Íslandi. Nánari upplýsingar færðu hér á síðunni, einnig er velkomið að hafa samband. 

896-5098

  • Facebook

© Eden Alternative Ísland