EDEN HJÚKRUNARHEIMILI

Eftirfarandi hjúkrunarheimili hafa hlotið viðurkenningu sem Eden heimili 

HVERAGERÐI

eden-ás.jpeg

REYKJAVÍK

eden-mörk.jpg

Þau hjúkrunarheimili sem  óska eftir að fá alþjóðar viðurkenningu sem Eden heimili sækja formlega um á sérstökum eyðublöðum til Eden Ísland. Þegar umsókn er send inn fer í gang ákveðið umsóknarferli þar sem gerðar eru ákveðnar úttektir á starfsemi hjúkrunarheimilisins. Úttektin felur í sér að rýna í starfsemina úr frá ákveðnum viðmiðum  og gera svokallaða hlýleikakönnun sem er könnun með stöðluðum spurningum fyrir íbúa, aðstandendur og starfsmenn.  Þessi könnun er gerð til að fá raunsæja mynd af menningu og andrúmslofti heimilisins og líðan þeirra sem þar búa og starfa. Að fá skráningu sem Eden heimili er ákveðinn gæðastimpill sem þarf að endurnýja á tveggja ára fresti. 

Eftirfarandi hjúkrunarheimili vinna með Eden hugmyndafræðina

BORGARNES

eden-brakarhlid_edited_edited.jpg

Eftirfarandi hjúkrunarheimili hafa verið í samstarfi við Eden Ísland, setið námskeið um Eden hugmyndafræðina og vinna í anda hennar 

Reykjavík

Reykjavík

​​​Eden Alternative eru alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að breyta viðhorfi og menningu í tengslum við umönnun aldraðra. Að hverfa frá stofnanavæddri menningu til eflandi og hvetjandi menningar sem er hlýlegri og mannúðlegri. Eden Alternative hugmyndafræðin er áhrifarík til að efla sjálfræði og lífsgæði aldraðra sem og þeirra sem koma að umönnun aldraðra.

Líf sem er þess virði að lifa!

Hægt er að sækja námskeið og ráðgjöf hjá Eden Alternative á Íslandi. Nánari upplýsingar færðu hér á síðunni, einnig er velkomið að hafa samband. 

896-5098

  • Facebook

© Eden Alternative Ísland